Kosningar Vinstri græn eru í lykilstöðu í Reykjavík eftir að meirihlutinn féll. Slæm niðurstaða Bjartrar framtíðar gerir það að verkum að fylgisaukning Samfylkingarinnar dugar ekki til að meirihlutinn haldi.
Sóley hefur talað á þann veg að það hafi í raun vantað rödd Vnstri grænna í meirihlutann.
Niðurstaða kosninganna í Reykjavík er þessi:
Samfylkingin er stærsti flokkurinn í borgarstjórn Reykjavíkur en meirihlutinn er fallinn samkvæmt úrslitum borgarstjórnarkosninga í Reykjavík. Píratar ná inn einum borgarfulltrúa í borginni, og þar með sínum fyrsta sveitarstjórnarmanni.
listi |
Atkvæði |
Hlutfall |
Sæti |
|
B | Framsóknarflokkur | 5.865 | 10,73% | 2 |
D | Sjálfstæðisflokkur | 14.031 | 25,68% | 4 |
R | Alþýðufylkingin | 219 | 0,40% | 0 |
S | Samfylkingin | 17.426 | 31,89% | 5 |
T | Dögun | 774 | 1,42% | 0 |
V | Vinstrihreyfingin – grænt framboð | 4.553 | 8,33% | 1 |
Þ | Píratar | 3.238 | 5,93% | 1 |
Æ | Björt framtíð | 8.539 | 15,63% | 2 |