Sökin ekki bara Sjálfstæðisflokks
Gunnar Smári skrifar:
Þegar íslensk stjórnvöld vísa börnum úr landi birtir VG greinar eftir forystufólk sitt um hvað það er mannúðlegt og smart. Róttækni forystu VG fellst í róttækri afneitun og sjálfbirgingshætti, að reka óbreytta ómannúðarstefnu Sjálfstæðisflokksins, en reyna að sannfæra sjálfan sig og aðra um að allt sé breytt því nú séu þau við stýrið.
Reyndar er ekki rétt að kenna Sjálfstæðisflokknum um útlendingastefnuna því hún byggir á lögum sem allir þáverandi þingflokkar samþykktu; Sjálfstæðisflokkur, Framsókn, Björt framtíð, Viðreisn, VG, Samfylkingin og Píratar. Það er sameiginleg niðurstaða stjórnmálastéttarinnar að íslensk stjórnvöld skuli ræna varnarlausum börnum framtíðinni.