Sigurjón Magnús Egilsson:
Ábyrgðin er ekki starfsfólksins sem hefur eflaust unnið þrekvirki til þessa. Viljandi getum við ekki ætlast til meira af því fólki.
Sem betur fer veikjast færri og minna nú en fyrr í baráttunni við Covid. Er þá ekki réttast að hætta endalausum og þreytandi sóttvarnaraðgerðum? Svarið er nei og aftur nei. En hvers vegna? Svarið er einfalt og augljóst. Þjóðin hefur valið þannig stjórnmálafólk til að stýra samfélaginu. Hið minnsta hefur verið þegjandi samkomulag þeirra á milli að veikja Landspítalann. Hægt og bítandi.
Hefði það ekki verið gert væri staðan allt önnur og betri. Viljandi trassaskapur orsakar þá stöðu sem nú er uppi. Það skilar einungis sundrung að ætlast til þess að ósérhlífið starfsfólk bæti enn á sig. Og það jafnvel í húsum sem eru ekki mannheld, hvað þá meira. Þau okkar sem hafa kosið niðurrifs fólk, aftur og aftur, gert ógagn með því að heimta að starfsfólkið geri enn meira við ömurlegar aðstæður. Afleiðingarnar eru komnar fram. Ábyrgðin er ekki starfsfólksins sem hefur eflaust unnið þrekvirki til þessa. Viljandi getum við ekki ætlast til meira af því fólki. Vanrækslan hittir okkur nú fyrir. Sök bítur sekan.
Hér á eftir birti ég uppfærða fréttaskýringu sem skýrir vel hvernig farið hefur verið með Landspítalann. Það er fullt tilefni til að lesa hana.