- Advertisement -

Sögur af biðlistum

Kolbrún Baldursdóttir.

„Þrátt fyrir að Félagsbústaðir séu að byggja og fjárfesta meira nú en áður bíða enn um 750 manns eftir almennu félagslegu leiguhúsnæði,“ segir Kolbrún Baldursdóttir, borgarfulltrúi Flokks fólksins.

„Eftir húsnæði fyrir fatlað fólk bíða 162 og munar aðeins um 10 frá árinu áður. Ekki er langt síðan að 53 einstaklingar biðu á bráðadeildum LSH vegna skorts á hjúkrunarrýmum á höfuðborgarsvæðinu, 67 einstaklingar biðu á biðdeildum sem LSH rekur og 158 bíða eftir varanlegri vistun.  Það vantar 200 hjúkrunarrými,“ segir Kolbrún.

Og heldur áfram: „Af hverju vantar svona mörg hjúkrunarrými nú árið 2019? Eftir þjónustuíbúðum bíða 137. Það hversu margir eru á biðlista eftir alls kyns tegundum íbúða þýðir annað hvort að sofið var of lengi á verðinum (lengi lítið byggt)/(farið hægt af stað) og/eða miklar tafir séu á framkvæmdum. Eða eru aðrar skýringar?  Ekki hafa borist nógu skýr svör nema í þá átt að á þessu ári og næsta muni þetta lagast og að saxast hafi á biðlistana o.s.frv. Engin er heldur að tala um að aldrei verði neinir biðlistar. Það er til meðalvegur í þessu eins og öllu. Það er annað að bíða kannski í 2 mánuði eftir húsnæði en 2 ár eða lengur.“

Þú gætir haft áhuga á þessum

Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: