- Advertisement -

Sögðu ok, og töpuðu 8 milljörðum

Sigmundur Davíð.
„Saga þessa máls er með stökustu ólíkindum og alveg ljóst að íslensk stjórnvöld hafa ekki ráðið ferðinni síðast liðin tvö ár.“

„8.000.000.000 kr. frá ríkinu til vogunarsjóða í byrjun dags,“ skrifar Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, fyrrverandi forsætisráðherra og formaður Miðflokksins um hlutafjárútboð Arionbanka.

„Nú er útboði hlutafjár í Arion banka lokið og viðskipti hafin með bréfin á markaði. Eins og ég benti á fyrir nokkrum dögum var verðið í útboðinu furðu-lágt enda hafa bréfin hækkað um ca 20% frá því að viðskipti hófust í morgun.

Það þýðir að íslenskur almenningur hefur tapað u.þ.b. 8 milljörðum (bara í þessari umferð) á því að stjórnvöld skyldu gefa eftir forkaupsrétt ríkisins (sem ráðherrar könnuðust reyndar ekki við fyrr en nýlega).

Stjórnvöld fóru fram á að ef þau gæfu eftir forkaupsréttin myndu vogunarsjóðirnir bæta þeim tjónið ef útboðsverðið yrði of lágt. Vogunarsjóðirnir sögðu „nei” og ríkisstjórnin sagði „ok”. Nú blasir tap almennings við.

Það er óþarfi að rekja hvað hægt hefði verið að gera fyrir 8 milljarða. En þá er ekki einu sinni tekið með í reikninginn það sem ríkið átti að fá í sinn hlut ef bankinn hefði verið seldur á eðlilegu verði eða ef ríkið hefði leyst hann til sín og tekið úr honum eigið fé (eins og það gerir í Landsbankanum og Íslandsbanka).

Saga þessa máls er með stökustu ólíkindum og alveg ljóst að íslensk stjórnvöld hafa ekki ráðið ferðinni síðast liðin tvö ár.“


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: