Fylgist þetta fólk ekki með því sem er að gerast.
Jón Magnússon skrifar á bloggsíðu sína um launahækkanir bankastjóra Landsbankans og viðbrögð ráðafólks við hækkunum.
„Landsbankinn er nánast algjörlega í eigu ríkisins. Fulltrúi ríkisins á aðalfundi bankans kýs alla bankaráðsmenn og samþykkir starfskjarastefnu skv. gr.79a í hlutafélagalögum. Fyrir lá að skv. starfskjarastefnu Landsbankans, samþykkt af fulltrúa ríkisins og bankaráðsmönnum, að hækka átti laun bankastjórans ríflega. Viðbrögð fjármálaráðherra, forsætisráðherra og stjórnarformanns Bankasýslu ríkisins eru því með ólíkindum. Fylgist þetta fólk ekki með því sem er að gerast og samþykktum sem það stendur að eða er bara verið að reyna að fela staðreyndir fyrir almenningi?“