- Advertisement -

Snýst um þjáningar – ekki um stjórnmál

Það hefði verið hægt að gera aðgerð á 38 sjúk­ling­um hér heima fyr­ir þann kostnað sem greidd­ur hef­ur verið er­lend­is fyr­ir 25 manns.

„Ég kaus einka­vætt sjúkra­hús, Capio Moment í Halmstad í Svíþjóð. Rekstr­ar­formið er í mín­um aug­um auka­atriði,“ skrifar Ísólfur Gylfi Pálmason, fyrrverandi þingmaður og sveitastjóri í grein sem birt er í Mogganum í dag.

Ísólfur hafði beðið lengi, þjáður af verkjum, eftir mjaðmaaðgerð.

„Þar var fyr­ir­mynd­arþjón­usta og und­ir­bún­ing­ur afar fag­leg­ur. Aðgerðin var gerð í ág­úst á síðasta ári. Sjúkra­sjóður Íslands greiddi nær all­an kostnað en heild­ar­kostnaður vegna þeirra 25 ein­stak­linga sem nýttu sér þessa leið á síðasta ári nam um 45 millj­ón­um króna. Ljóst er að Land­spít­al­inn hef­ur hvorki fjár­magn eða aðstæður til þess að taka veru­lega til hend­inni til að létta á biðlist­an­um,“ skrifar hann.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Á þrekhjóli með sænska mjöðm

Svo ég víki mér aft­ur að sænsku mjöðminni þá tókst aðgerðin á mér full­kom­lega. Það er óneit­an­lega mik­il fyr­ir­höfn og ákveðin áhætta að þurfa að fara alla þessa leið til þess að fá bót meina sinna. Í raun­inni óskilj­an­leg­ur óþarfi.
Ljósmynd: Piron Guillaume.

„Ég fékk þó sím­tal seinnipart­inn í fe­brú­ar þar sem ég var boðaður með litl­um fyr­ir­vara í aðgerð á Lands­spít­al­an­um. Þá sat ég á þrek­hjóli í lík­ams­rækt­inni með sænska mjöðm sem ég segi gjarn­an í gríni að sé frá Volvo. Sá næsti á biðlist­an­um hef­ur þá kom­ist aðeins fyrr í aðgerð í minn stað. Bæklun­ar­lækn­ir­inn Hjálm­ar Þor­steins­son hjá Klínik­inni, sem er fyrr­ver­andi yf­ir­lækn­ir á Capio Moment-sjúkra­hús­inu, benti mér á þessa leið. Það hefði verið hægt að gera aðgerð á 38 sjúk­ling­um hér heima fyr­ir þann kostnað sem greidd­ur hef­ur verið er­lend­is fyr­ir 25 manns.“

Ísólfur Gylfi segir Klínikina í Ármúla hafa boðið fram aðstoð sína til að stytta biðlist­ana. „Þar starfar fag­fólk og marg­ir Íslend­ing­ar hafa keypt sér þjón­ustu þar og greitt sjálf­ir fyr­ir aðgerð. Sjúkra­trygg­ing­ar Íslands hafa ekki haft áhuga á að gera samn­ing við fyr­ir­tækið – þess í stað þykir betra að senda sjúk­linga til Evr­ópu­landa. Það er mik­il mis­mun­un fólg­in í þessu og á skjön við jafn­rétt­is­lög. Heil­brigðisráðherra seg­ir í Morg­un­blaðinu 15. apríl sl. að þetta sé: „Fyrst og fremst vegna þess að þetta eru aðskil­in kerfi.“ Það má velta því fyr­ir sér hvort einka­sjúkra­hús er­lend­is séu þá ekki í „aðskildu kerfi“.“

Fólk er bryðjandi verkjalyf frá morgni til kvölds

„Svo ég víki mér aft­ur að sænsku mjöðminni þá tókst aðgerðin á mér full­kom­lega. Það er óneit­an­lega mik­il fyr­ir­höfn og ákveðin áhætta að þurfa að fara alla þessa leið til þess að fá bót meina sinna. Í raun­inni óskilj­an­leg­ur óþarfi. Ég hef áður ritað grein um þetta mál í Morg­un­blaðið til þess að lýsa mik­illi undr­un minni á því hvernig kerfið virk­ar. Ótrú­lega marg­ir höfðu sam­band eft­ir birt­ingu grein­ar­inn­ar og sögðu far­ir sín­ar ekki slétt­ar og hafa beðið lengi eft­ir því að fá bót meina sinna.

Þrír heil­brigðisráðherr­ar hafa ekki treyst sér til þess að taka á þess­um mál­um, allt vel hugs­andi fólk, í þrem­ur mis­mun­andi stjórn­mála­flokk­um. Ég treysti nú­ver­andi heil­brigðisráðherra vel, veit að hún er vel mein­andi og vill gera vel og að mínu mati löngu tíma­bært að gera samn­inga við Klínikina þannig að sárþjáð fólk, bryðjandi verkjalyf frá morgni til kvölds, fái „viðgerð“ og verði nýt­ir þjóðfé­lagsþegn­ar á ný. Fjár­málaráðherra held­ur um pyngj­una og er mun hlynnt­ari einka­væðingu en ég. Hins veg­ar snýst þetta ekki um póli­tík held­ur fyrst og fremst um lausn fyr­ir sárþjáð fólk sem á þá ósk heit­asta að verða nýt­ir þjóðfé­lagsþegn­ar á ný. Nú reyn­ir enn á rík­is­stjórn­ina. Fyr­ir alla muni frestið þriðja orkupakk­an­um og virkið orku þeirra þúsund Íslend­inga sem óska þess heit­ast að geta nýtt þá orku sem í þeim býr.“


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: