„Ég hef varið og staðið með heilbrigðisráðherra í sóttvarnaraðgerðum heilbrigðisráðherra og ríkisstjórnarinnar,“ skrifar Ásmundur Friðriksson.
„Þar hefur ráðherrann og ríkisstjórnin farið nær undantekningarlaust að ráðum Sóttvarnalæknis og okkar bestu sérfræðinga. Það hef ég alltaf stutt þrátt fyrir andstöðu amk sumra félaga minna. Íslendingar hafa verið öðrum þjóðum fyrirmynd hvað þetta varðar,“ segir Ásmundur og svo kemur skellurinn:
„En þegar kemur að afglæpavæðingu eiturlyfja vill heilbrigðisráðherra ekki hlusta á lækna og aðra sérfræðinga. Það væri hverjum og einum holt að lesa umsagnir þeirra um þessi ólög sem á að dengja yfir þjóðina, börn og unglinga þrátt fyrir varnaðarorð okkar bestu sérfræðinga.
Er álit sérfræðinga bara brúklegt þegar það
hentar ráðherrum?“