Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, er um margt sérstakur. Aðspurður hvað honum þyki um framboð Guðlaugs Þórs Þórðarsonar. Þá svaraði Bjarni að nú þyrfti flokksfólk að snúa bökum saman. Verk sé að vinna.
Þegar hann er spurður hvað muni gera fari svo að tapi í formannskjörinu. Efnislega sagði Bjarni, þá er ég hættur og farinn. Bjarni hefur ekki enn verið spurður hvort þörfin á að snúa bökum saman hverfi ef Guðlaugur Þór beri sigur úr býtum.
Sá í fréttum upprifjanir á úrslitum í formannskjöri þegar Bjarni hefur fengið mótframboð. Hann sigraði í öllum kosningunum en aldrei með teljandi yfirburðum.
Ég tók skjáskot af spurningaleik, Reynis Traustasonar á Mannlífi, um hvorn þeirra lesendur vilja sjá á formannsstólnum í Valhöll. Finn leikinn ekki á Mannlífi núna, en hér er nokkurra daga gömul staða í leiknum.
-sme