Snorri nokkur er verulega ósáttur út í líkamsræktarstöðina World Class og vara hann netverja við viðskiptum við fyrirtækið. Það gerir hann í fjölmennu samfélagi á Facebook, Vertu á verði – eftirlit með verðlagi.
Færsla Snorra hljóðar svo:
„Varið ykkur á worldclass samningnum. Á tímabili ræna þeir alltaf 1 mánuði. Við höfum keypt aðgang hjá fyrirtækinu fyrir son minn frá hausti til vors. Þegar þú byrjar og gerir samning þá taka þeir fyrsta mánuðinn svo 3-4 dögum seinna taka þeir fyrir öðru mánaðargjaldi. Þeir segja svo að þessi aukagreiðsla sé fyrir síðasta mánuðinn. Gott og blessað en hvað svo, jú þeir taka aftur af kortinu fyrir síðasta mánuðinn. Þetta er í annað sinn sem ég segi upp áskrift hjá þeim og í bæði skiptin léku þau sama leikinn,“ segir Björn hundsvekktur.
Fjölmargir blanda sér í umræðuna og eru flestir þeirra neikvæðir í garð World Class og slíkra viðskiptahátta sem Snorri lýsir. Drífa er þó jákvæð um að líkamsræktarstöðin endurgreiði honum. „Þú hlýtur að fá þetta endurgreitt. Annars er fínt að vera með mánaðarlegar boð greiðslur..á árskorti…þá er bara tekinn 1 mánuður í einu,“ segir hún.
Einn meðlimanna er ekki jafn bjartsýnn á endurgreiðslu. „Farđu á lögreglustöđina og gerđu kæru. Farđu svo í kortafyrirtækiđ og tilkynntu ólöglega úttekt. Svo er mjög gott ađ tala viđ lögfræđing og láta hann auglýsa eftir fleiri fórnarlömbum,“ segir viðkomandi.
Jónína nokkur hefur upplifað svipað hjá World Class. „Ég hef lent í því að segja upp og borga 3 mánuði í greiðslu´,“ segir Jónína.
Og Kristín segir heldur ekki farir sínar sléttar. „Tók mig seinast meira enn 1 ár ađ segja upp samningnum hjá þeim. Tókst á endanum og fékk 2 mánuđi endurgreidda. Var samt fyrir covid sem ég sagđi honum upp fyrst og sagđi honum upp á næstum 2 mánađa fresti þar til ađ þađ gekk upp. Var sem sagt 2 mánađa binding á samningnum hjá mér,“ segir Kristín.