- Advertisement -

Sneypuför VG endar afar illa

Erindisrekstur Vg á Alþingi, einkum í þágu stærstu útgerða landsins, fær illan endi. Bæði næst tilgangurinn með veiðigjaldamálinu ekki fram og eftir situr helsærður flokkur forsætisráðherra.

Þó það sé skömminni skárra að leggja niður vopnin en halda áfram vonlausri baráttu verður ekki framhjá því litið að Vinstri græn eru stórsködduð eftir það undarlega hægra stökk sem flokkurinn tók.

Að ganga svo berskjölduð erinda Sjálfstæðisflokksins og mesta auðvalds landsins gat aldrei fengið annað en slæman endi. Það er ekki bara flokkurinn sem situr eftir sár. Katrín forsætisráðherra og þá ekki síður Lilja Rafney og Kolbeinn ná seint eða aldrei fyrri stöðu. Þeim var nær.

Ekki er víst að eftirgjöf Katrínar í veiðigjaldamálinu kæti Bjarna Benediktsson og hans lið, innan þings sem utan. Pressan eykst og um leið mun ástandið sem nú hefur myndast innan ríkisstjórnar getur orðið þrúgandi.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Vinstri græn hafa trúlega ekki stöðu til að segja þetta gott og slíta stjórnarsamstarfinu. Til þess er flokkurinn alltof illa leikinn. Svo vitnað sé í eftirminnileg orð, þá hefur þingflokkur Vg og þá aðrir flokksmenn um leið stundað skítát í hálft ár. Það fer illa í alla.

Sigurjón M. Egilsson.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: