- Advertisement -

Snarklikkað ástand

Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar:

Úr leiðara Moggans í dag.

Er það ekki ótrúlegt að verða vitni að þeirri trylltu andúð sem opinberast stöðugt í Morgunblaðinu, Viðskiptablaðinu, Fréttablaðinu, á lýðræðislega kjörnum leiðtogum í hreyfingu launafólks? Ætli þetta sé almennt svona í nágrannalöndum okkar, að það tíðkist að með reglulegu millibili dynji árásir fjölmiðla á formönnum stéttarfélaga fyrir það eitt að dirfast að berjast fyrir því að samningar haldi og að kjör vinnuaflsins séu varin í kreppu sem orsakast af viðbrögðum stjórnvalda vegna faraldurs sem „er engum að kenna“, faraldurs sem „við erum öll saman í að takast á við“? Ætli það tíðkist í nágrannalöndum okkar að hreyfingu vinnandi fólks sé kennt um atvinnuleysið sem er til komið vegna þess að hagkerfið hefur skollið í lás vegna Covid-19? Þetta ástand er alveg snarklikkað.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: