Stjórnmál

Smáfréttir: Kórónaveiran á Alþingi

By Miðjan

August 29, 2020

Þingmenn og ráðherrar töluðu um stöðuna vegna kórónufaraldsins.

Þórdís Kolbrún Gylfadóttir sagði: „Að lifa með veirunni krefst þess að við sýnum æðruleysi, tökum því sem að höndum ber og höfum úthald til að gera það sem þarf og standa saman í því.“

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir sagði: „Við skulum hafa það hugfast að ríkisstjórnin tók við ágætu búi. Fyrst um sinn var vissulega ekki þverfótað fyrir loforðum um aukin ríkisútgjöld og pólitískan stöðugleika og þau stóðu við sitt framan af. Umsvif hins opinbera héldu áfram að aukast verulega.“

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson sagði: „Óvissan er allsráðandi þessi misserin þegar fylgst er með því hvernig stjórnvöld takast á við vandann. Í rauninni er ýtt undir óvissu með því að taka eina ákvörðun einn daginn en svo ákvörðun sem gengur í allt aðra átt þann næsta.“