„Eins og sjá má af nýafstöðnum alþingiskosningum er Samfylkingin orðin smáflokkur, jafnvel jaðarflokkur, líkt og breski Verkamannaflokkurinn, þó að hann sé vissulega mun stærri og burðugri. Þröng klíka sérvitringa hefur í báðum flokkum ýtt til hliðar hófsamara fólki og stjórntækara með þeim afleiðingum að almenningi þykir flokkarnir illa koma til grein við landsstjórnina,““segir í leiðara Moggans.
„Þó má segja að breski Verkamannaflokkurinn sé kominn lengra því að forysta hans er þó að reyna að vinna flokkinn út úr vandanum. Hér á landi er ekki að sjá að nokkur viðleitni í þá átt eigi sér stað innan Samfylkingarinnar, nema síður sé.“