„Við sjálfstæðismenn erum fjórðungur þjóðarinnar. Formaður smáflokks sem telur um 10% Íslendinga telur sér sæmandi að leggja til að við sem erum þannig miklu fleiri en meðlimir Samfylkingar séum útilokuð frá ákvörðunartöku án tillits til þess sem náðst gæti samstaða um við okkur. Þetta er nú skilningur Loga Einarssonar á lýðræði, málefnalegri samræðu og réttindum annarra,“ skrifar Einar Hálfdánarson í Moggann.
Í lok greinarinnar skrifar Einar: „Kæri Logi, við sjálfstæðismenn viljum hvorki útiloka þig né þinn flokk. Þvert á móti teljum við að þú eigir að hafa áhrif í samræmi við fylgi. En við vonum, þjóðarinnar vegna, að það haldist í réttu horfi. Á því eru reyndar allar líkur sem betur fer. En ég virði við þig að þú talar hreint út. Það þarf enginn að velkjast í vafa um að þú aðhyllist öfgafullar vinstrisinnaðar skoðanir sem ekki falla í kramið hjá mörgum. Gangi þér annars allt í haginn nema atkvæðasöfnunin. Af því má aldrei verða að auðlindir Íslands verði færðar Evrópusambandinu að gjöf.“