- Advertisement -

Smáflokkarnir fá þrefalt á við Sjálfstæðisflokk

Davíð Oddsson ritstjóri.
„Varla hefur þessi niðurstaða verið samþykkt í þingflokki hans. Það er eiginlega óhugsandi.“

Davíð Oddssyni er ekki skemmt vegna hvernig skipað er í nýja sáttanefnd í sjávarútvegi. Hann vekur máls á þessu í Staksteinum dagsins. Hann segir þessa „þverpólitísku nefnd“ vera alla með öfugum formerkjum.

„Viðreisn hefur tvo fulltrúa í nefndinni og annar er að auki formaður. Sjálfstæðisflokkurinn hefur einn og Samfylkingin einn. Ef horft væri til vilja þjóðarinnar í síðustu kosningum myndi Samfylking áfram hafa einn en Sjálfstæðisflokkurinn sjö!“ Þannig skrifar Davíð.

„Þegar horft er til stjórnarsamstarfsins hafa smáflokkar stjórnarinnar 3 menn í nefndinni og formennskuna, en Sjálfstæðisflokkur sem leggur til 21 þingmann til samstarfsins aðeins 1. Þegar slíkt stórmál er undir vekur furðu að Sjálfstæðisflokkurinn láti fara svona með sig. Varla hefur þessi niðurstaða verið samþykkt í þingflokki hans. Það er eiginlega óhugsandi.“


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: