Stjórnmál

Smærri sveitarfélög og nokkur önnur fjársvelt?

By Miðjan

March 16, 2023

Bjarni Jónsson, þingmaður Vinstri grænna, er ekki par sáttur við hugmyndir Sigurðar Inga. Ekki frekar en margir aðrir stjórnarliðar. Bjarni skrifaði eftirfarandi:

Það er eitt af lykilverkefnum stjórnvalda að tryggja byggðajafnrétti, tryggja jöfn tækifæri fólks, óháð búsetu. Samkvæmt drögum innviðaráðherra að breytingum á Jöfnunarsjóði sveitarfélaga, virðist hinsvegar eiga að ganga frá fámennustu sveitarfélögum landsins með fjársvelti. Framlög til Kaldrananeshrepps gætu þannig farið niður um 78,8%, Reykhólahrepps 53%, Súðavíkurhrepps 56,9 % og Strandabyggðar 37,1%.

Fleiri fengju skell. Skerðingarhlutfall til Tálknafjarðarhrepps gæti orðið 28,3%, Eyja- og Miklaholtshrepps 78,1% og Dalabyggðar 7,7%. Skerðingarhlutfall Árneshrepps væri 100%. Að taka svo snarlega niður framlög til sumra þessara sveitarfélaga setur þau á vonarvöl.

En það eru ekki bara litlu sveitarfélögin sem fá skell, þannig á Akranes yfir höfði sér stórfellda skerðingu á óljósum forsendum, tekjutap sem gæti numið nálægt 240 milljónir á ársgrunni. Hér eru ekki öll kurl komin til grafar.