- Advertisement -

Slóðaskapurinn bitnar á börnunum

Allar fullyrðingar um vanrækslu viðhalds eru því úr lausu lofti gripnar.

Allar fullyrðingar um vanrækslu viðhalds eru því úr lausu lofti gripnar.

Fulltrúar Sjálfstæðisflokks og svo fulltrúar meirihlutans í borgarráði deila hart um hvort viðhald skólahúsa borgarinnar sé gott eða ekki gott.

Á fundi borgarráðs í gær bókuðu Sjálfstæðismenn:

Þú gætir haft áhuga á þessum
Deilt er af hörku um hvort viðhald skólahús Reykjavíkur sé viðunandi. Frábært segir meirihlutinn. Ömurlegt segir minnihlutinn.

„Vegna vanrækslu á viðhaldi í grunnskólum Reykjavíkur þá hafa fulltrúar Sjálfstæðisflokks áhyggjur af því að slæmt ástand skólahúsnæðis muni bitna illa á skólabörnum næstu árin. Nú þegar er ljóst að fjöldi barna mun ekki geta hafið skólagöngu sína á þessum vetri í húsnæði sem er fullbúið. Það skapar gríðarlegt álag á börn, foreldra þeirra og allt starfsfólk.“

Meirihlutinn varð alveg gáttaður og bókaði á móti:

„Það er í hæsta máta einkennilegt að borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins bóki með þessum hætti þar sem fulltrúum þeirra í skóla- og frístundaráði er fullkunnugt um að almennt viðhald er í traustum farvegi og hafa fengið upplýsingar um að unnið sé að því af fullum krafti af starfsfólki skóla- og frístundasviðs að leysa úr þeim úrlausnarefnum sem upp komu á árinu svo að skólastarf geti hafist eins og venja er í lok ágúst.“

Meirihlutinn segir að undanfarin tvö til þrjú ár hafi framlög til almenns viðhalds á skólahúsnæði verið stóraukin og að aðrar framkvæmdir séu í traustum farvegi. „Allar fullyrðingar um vanrækslu viðhalds eru því úr lausu lofti gripnar og eiga engan veginn við því viðhaldsmál hafa verið sett í sérstakan forgang. Mikið og gott starf er unnið við að bæta aðbúnað bæði nemenda og starfsfólks um alla borg.“


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: