- Advertisement -

Sleifarlag ríkisstjórnarinnar tefur þingið

„Sleifarlag ríkisstjórnarinnar hefur áhrif á störf þingsins,“ sagði Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, á Alþingi í gær. Hann sagði fjarveru  forsætisráðherra frá  þinginu einsdæmi í sögu þess.

Þingmenn kvörtuðu undan að mál kæmu seint til þingsins og það hefði ekki nóg að gera. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra neitaði þessu og dró upp dagskrá þingsins og sagði ekki rétt að það skorti mál. Á dagskránnni væri tuttugu og eitt mál og vandalaust væri að vinda sér í þau. „Það hefur borið á að mikill tími fer í að ræða fundarstjórn forseta. Þetta er að eyðileggja þingstörfin,“ sagði Bjarni.

Árni Páll var ekki sammála, hann sagði vandalaust að vinn að góðum framgangi mála, en sagði að þá yrðu málin að berast til þingsins. Hann tók undir gagnrýni stjórnarandstöðu þingmanna um að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra væri sjaldan í þinginu. „Ég er eiginlega hættur að gera ráð fyrir honum. Þetta er ekki boðlegt.“


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: