Mynd: Alþingi.

Mannlíf

Sleifarlag Alþingis / ár eftir ár

By Miðjan

June 12, 2021

Nú keppast þingmenn við að komast í sumarfrí. Til að flýta fyrir hafa þeir hent fjölda mála sem þeir hafa þó unnið að í marga mánuði. Þeir hafa kallað á sinn fund aragrúa gesta. Rætt við fólkið, spurt og jafnvel þrasað. Ótaldar vinnustundir liggja að baki. Það er magnað að allir þessir þingmenn taki þátt í þessu bulli.

Þetta er ekkert nýtt. Svona er þetta ár eftir. Á vorin er jafnvel fullunum málum hent í ruslið. Fyrir jólafrí er ámóta sleifarlag viðhaft. Þetta er geggjað. Að baki er mikil vinna sem ekkert verður gert með. Þetta er satt.

Steingrímur J. Sigfússon er hættur. Hann hefur í 38 ár tekið þátt í þessum vonlausu vinnubrögðum. Lengst af á veturna sitja þingnefndir auðum höndum og bíða þess að ráðherrar skili málum til þingsins.

Þegar þau loks koma þarf stundum að láta hendur standa fram úr ermum. Þegar þingmenn þyrstir í sumarfrí er svo samið um að henda í eitt skipti fyrir öll fullunnum málum sem og öðrum sem voru í vinnslu eða umsögnum.

Klárlega er erfitt að finna önnur eins vinnubrögð. Sem betur fer. Alþingi er stjórnlaus stofnun og hefur verið. Enda er virðing þess ekki mikil. Að vonum.

-sme