„Hef stundum gert grín að RÚV English fyrir að hafa lítinn áhuga á að hafa ritstjórnarstefnu sem tekur mið af þörfum þeirra sem búa hér en lesa ekki íslensku. Nýlega var tekin ákvörðun sem hefur áhrif á stóran hóp fólks frá Venesúela og eins og við mátti búast þá er ekki nein frétt um málið eða greining á stöðunni fyrir þennan hóp. Þvílíkur skortur á ritstjórnarnefi. Þetta er bara næstum eins og Rúv English eigi að þjóna hugmyndum um Ísland sem útópíu í stað þess að þjóna lesendum,“ skrifaði Atli Þór Fanndal.