- Advertisement -

Slæm útreið Metro í svartri skýrslu – MYNDIR – Ólafur eigandi: „Þetta er alltaf lagað, annars væri löngu búið að loka“

„Taka þarf til og þrífa allt húsnæðið,“ er niðurstaða Heilbrigðiseftirlitsins eftir heimsókn á skyndibitastaðinn Metro í Skeifunni. Eftirlitið gaf út svarta skýrslu þar sem alvarlegar athugasemdir eru gerðar verðandi hreinlæti húsnæðisins og aðbúnar á staðnum. Í skýrslunni fær staðurinn 1 í einkunn, af 5 mögulegum.

Eins og sjá má fær Metro einn í einkunn á skala þar sem 5 er hæst. Eldrauður fýlukarl fylgir einkuninni frá eftirlitinu. Hvernig líst neytendum á þessa niðurstöðu?

Ólafur Sigmarsson, framkvæmdastjóri Metro, ræddi hina slæmu útkomu við DV.  „Þú ert alltaf að laga þetta, gera þetta og hitt betur. Það er eitthvað í þetta skiptið og annað í það næsta, það getur verið að þú hafir bara ekki þrifið nógu vel eða ekki skipt um þennan hlut eða hinn, þetta er alltaf í gangi hjá öllum þessum veitingageira,“ segir Ólafur og heldur áfram:

Þessar myndir má sjá í skýrsunni svörtu sem sýnir óþrifnaðinn á Metro.
Þú gætir haft áhuga á þessum

„Aðal málið er að heilbrigðiseftirlitið kemur og gerir úttektir, gerir athugasemdir, bendir á hvernig þú lagar þetta og hitt, og svo er það bara alltaf lagað. Þannig bara virkar þessi bransi. Og það hefur alltaf staðist. Annars væri löngu búið að loka.“


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: