- Advertisement -

Slá skjaldborg um fjármálakerfið og fjármagnseigendur

Ósýnilegt bandalag um að fórna íslenskri alþýðu.

Vilhjálmur Birgisson skrifar:

Þetta er bara nákvæmlega svona sem þetta blasir við mér og er algjörlega sammála Styrmi að valdastéttin á Íslandi er búin að myndi ósýnilegt bandalag.

Það birtist m.a. í því að öllum kosningaloforðum sem lofað er fyrir hverjar kosningar eru kerfisbundið svikið og skiptir ekki nokkru máli um hvaða stjórnmálaflokk er um að ræða.

Það blasir við að þetta ósýnilega bandalag lýtur að því að slá skjaldborg um fjármálakerfið og fjármagnseigendur og láta alþýðuna og íslensk heimili blæða eins og enginn sé morgundagurinn.

Hvað gerðist ekki fyrir hrun? Jú það mátti ekki taka verðtrygginguna tímabundið úr sambandi þannig að byrðum hrunsins yrði skipt jafnt á milli skuldsettra heimila og fjármálakerfisins og ástæðan var að það myndi kosta 250 milljarða fyrir fjármálakerfið. Skítt með heimilin þau máttu taka 400 milljarða stökkbreytingu verðtryggðra skulda á sig.

En takið eftir þá mátti hins vegar taka verðtryggingu persónuafsláttar af launafólk það var ekkert mál og ef það hefði ekki verið gert væri persónuafslátturinn um 5000 krónum hærri í dag sem helmingi meira en ríkisstjórnin er að bjóða okkur núna í skattalækkun.

Hvað með húsnæðisliðinn en við erum eina þjóðin sem erum að með hann inni og frá árinu 2002 til árslok 2007 bara húsnæðisliðurinn einn og sér ábyrgð 47% af allri verðbólgu á Íslandi.

Frá árinu 2013 til ársloka 2018 ber húsnæðisliðurinn 90% af allri verðbólgu á Íslandi og hefur fært fjármálakerfinu einn og sér 172,5 milljarða.

Já valdastéttin er svo sannarlega löngu búin að mynda ósýnilegt bandalag um að fórna íslenskri alþýðu og íslenskum heimilum á altar græðgisvæðingar fjármálakerfisins!


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: