- Advertisement -

Skýrt dæmi um ógnarvald útgerðar

 Í tæpa tuttugu daga tókst að halda heilli áhöfn á frystitogara föngum og heilt bæjarfélag þagði um það.

 Gunnar Ingiberg Guðmundsson skrifar:

Það hefur löngum verið talað um að ótti manna við útgerðina haldi aganum um borð í skipaflota Íslendinga. Sífellt er það nefnt að þeir sem gagnrýna útgerðarmynstrið, launamál eða fiskveiðistjórnunarkerfið sé vísað frá eða þeim veitt áminning. Í vikunni bárust fregnir af því að heilli áhöfn var haldið nauðugri um borð í frystitogara á meðan umdæmislæknir sóttvarna hafði þá að eigin sögn ýtt á bæði útgerð og skipstjóra að koma skipinu í höfn og mönnunum í sýnatöku.

Gott og vel, áhöfnin skiljanlega óttast um sinn efnahagslega farborða. En nú kom fram að áhöfninni hafi verið bannað að tala við fjölmiðla en samt verið heimilað að tala við fjölskyldu og vini. Nú vill svo til að ég hef búið á Ísafirði. Þetta er lítið samfélag og áhöfnin telur tuttugu og fimm menn. Ef við gefum okkur að fyrir hvern áhafnarmeðlim sé fjölskylda sem hann talar við á meðan túrnum stendur, þá eru þarna um 120 einstaklingar í 4200 manna samfélagi, ásamt skrifstofu útgerðarinnar og útgerðarstjóra. Sóttvarnarlækni og mögulega fleiri. 

Þú gætir haft áhuga á þessum

Í tæpa tuttugu daga tókst að halda heilli áhöfn á frystitogara föngum og heilt bæjarfélag þagði um það. Þetta er skýrasta dæmi um þöggun og ógnarvald útgerðarinnar í  Íslandssögunni. 

Annars vil ég óska Samtökum fyrirtækja í sjávarútvegi kærlega með nýtilkomna stefnu um samfélagsábyrð sem birtist á veggnum þeirra þann 22. október,  nú væri áhugavert að fá líflega umræðu um öryggismál.

Hér er hlekkurinn með þátttakendum:


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: