- Advertisement -

Skýrslan var í skúffu Bjarna

Oddný Harðardóttir skrifar:

Við ræddum á opnum fundi í efnahags- og viðskiptanefnd í morgun þann raunverulega vanda að Ísland sé á gráum lista yfir ósamvinnuþýð lönd til að vinna gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka. Dómsmálaráðherra og fjármálaráðherra voru gestir fundarins.

Það er mjög mikilvægt að við komumst fljótt og örugglega af þessum lista. Til þess þarf mannafla í stjórnsýslunni og á eftirlitsstofnunum til að fylgja eftir tilmælum, reglugerðum og lögum.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Fjármálaráðherrann sagðist aðspurður ekki hafa orðið var við að það vantaði starfsmenn til að vinna þessi verk!

Hér er tilvitnun í ábendingu til stjórnvalda sem sett er fram í skýrslu um eignir Íslendinga á aflandssvæðum. Fjármálaráðherrann fékk skýrsluna í sínar hendur fyrir kosningar 2016 en ákvað samt að sýna hana ekki þá og skýrslan var geymdi í skúffu fram yfir kosningar:

„Stjórnvöld þurfa að horfast í augu við það að skilgreining, utanumhald og eftirfylgni með söfnum gagna er vinnuaflsfrek starfsemi, en hérlendis hefur sú vinna og kostnaður sem leggja þarf í ef vanda skal til verka einatt verið vanmetin hrapallega. Má nefna Ársreikningaskrá og Peningaþvættiskrifstofu sem dæmi um það að ísland hafi þurft að sæta ámæli, jafnvel á alþjóðlegum vettvangi vegna ófullnægjandi vinnubragða.“

Ef við ætlum í alvörunni að vinna gegn peningaþvætti þá er ekki nóg að smíða regluverk, það þarf að fylgja þeim eftir og vinna úr gögnum. Því þarf að fjölga starfsfólki til að vinna verkin. En það ætlar ríkisstjórnin ekki að gera og þess vegna er það raunverulegt áhyggjuefni að við verðum lengi á þessum vonda lista og sköðumst af því. Hversu mikið vitum við ekki.

Greinin er fengin af Facebooksíðu Oddnýjar.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: