- Advertisement -

Skýr dæmi um ábyrgðarleysiskúltúr stjórnmálanna

Ábyrgð felst í því að taka afleiðingum gerða sinna.

Stefán Erlendsson skrifar:

Í kjölfar hrunsins kyrjuðu stjórnmálamenn möntruna um að ekki mætti persónugera vandann. Katrín Jakobsdóttir tók í sama streng í tengslum við Landsréttarmálið. Sagðist mótfallin því að smætta kerfislægan vanda í einstök siðferðileg úrlausnarefni. Í Silfrinu lýsti Páll Magnússon yfir að hann nennti ekki að elta ólar við það hverjir ættu sök á því að ekki hefði tekist betur til með Landeyjahöfn en raun ber vitni.

Allt eru þetta skýr dæmi um þann ábyrgðarleysiskúltúr sem einkennir íslensk stjórnmál. Fæstir á þeim vettvangi bera nokkurn tíma nokkra ábyrgð á eigin misgerðum eða klúðri.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Ábyrgð felst í því að taka afleiðingum gerða sinna. Í stað þess að hlutaðeigandi axli ábyrgð (eða sæti henni að öðrum kosti) er vísað á kerfið – að um sé að ræða kerfislægan vanda. Afleiðingarnar bitna þannig beint eða óbeint á almenningi. Seilst er í vasa skattgreiðenda til að borga fyrir klúðrið…

Núna borga skattgreiðendur dómurum í Landsrétti sem eru í launuðu leyfi vegna dóms Mannréttindadómstóls Evrópu. Dóms sem er afleiðing af misráðnum afskiptum þáverandi dómsmálaráðherra af skipun dómara í réttinn….


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: