Björn Leví skrifar:
Nei, Ásmundur. Þegar þú misnotar stöðu þína sem þingmaður til þess að fá endurgreiðslur fyrir innan flokks prófkjör og í kosningabaráttu sem frambjóðandi – eins og þú viðurkenndir í Kastljósi – þá skuldar þér enginn afsökunarbeiðni fyrir að segja að nákvæmlega það sé rökstuddur grunur um að það þurfi að rannsaka hvort það sé brot á lögum og reglum um endurgreiðslur starfskostnaðar. Hver svo sem ástæðan er að ekki er hægt að finna þess merki í gögnum þingsins ógildir ekki játningu þína í málinu. Það er enginn áfellisdómur yfir starfsfólki þingsins né gagnrýni á störf þeirra. Ef þú gætir hætt þeim dylgjum þá væri það vel þegið. Þetta er bæði óheiðarlegur útúrsnúningur og ósannur.