Fréttir

Skuldirnar vaxa um 112 milljónir á dag

By Miðjan

May 17, 2021

„Fjár­hags­vandi borg­ar­inn­ar snýst hins veg­ar ekki um tekju­fall nú eða meint tap ári fyrr vegna er­lendra ferðamanna,“ segir meðal annars í leiðara Moggans. Þar skrifar fyrrverandi borgarstjóri. Reyndar eru um þrjátíu ár frá því að lét af þeim störfum.

Davíð vitnar til systurflokkanna í borgarstjórn: „Fjár­hags­vand­inn er út­gjalda­vandi eins og bent er á bæði í bók­un borg­ar­full­trúa Sjálf­stæðis­flokks­ins og Miðflokks­ins. Í báðum þess­um bók­un­um er einnig fjallað um skelfi­lega skulda­stöðu borg­ar­inn­ar, sem vex um 112 millj­ón­ir króna á dag, eins og sjálf­stæðis­menn benda á. Þetta er ótrú­leg tala, en þegar skuld­ir eru komn­ar hátt í fjög­ur hundruð millj­arða króna og aukast um tugi millj­arða króna á ári, þá er þetta sú hörm­ung sem blas­ir við.“