„Fjárhagsvandi borgarinnar snýst hins vegar ekki um tekjufall nú eða meint tap ári fyrr vegna erlendra ferðamanna,“ segir meðal annars í leiðara Moggans. Þar skrifar fyrrverandi borgarstjóri. Reyndar eru um þrjátíu ár frá því að lét af þeim störfum.
Davíð vitnar til systurflokkanna í borgarstjórn: „Fjárhagsvandinn er útgjaldavandi eins og bent er á bæði í bókun borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins og Miðflokksins. Í báðum þessum bókunum er einnig fjallað um skelfilega skuldastöðu borgarinnar, sem vex um 112 milljónir króna á dag, eins og sjálfstæðismenn benda á. Þetta er ótrúleg tala, en þegar skuldir eru komnar hátt í fjögur hundruð milljarða króna og aukast um tugi milljarða króna á ári, þá er þetta sú hörmung sem blasir við.“