- Advertisement -

Skuldir ríkissjóðs hækkuðu um 45 milljarða vegna falls krónunnar

„Evrulánin eru sann­ar­lega hag­stæð. En þeim fylg­ir mik­il geng­isáhætta. Bara á síðasta ári hækkuðu er­lend­ar skuld­ir rík­is­sjóðs um 45 millj­arða króna vegna falls krón­unn­ar. Sal­an á Íslands­banka­bréf­un­um rétt dug­ar til að mæta þessu tapi,“ segir meðal annars í Moggagrein Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttir, formanns Viðreisnar.

„Stefn­an í pen­inga­mál­um heyr­ir und­ir for­sæt­is­ráðherra. Grund­vall­ar­breyt­ing af þessu tagi er ákveðin án skýr­inga og án umræðu á Alþingi. Það er til marks um umræðuflótta. Hann staðfest­ir aft­ur að stefnu­breyt­ing­in er gerð í veik­leika; fæt­urn­ir eru valt­ir,“ skrifar hún.

„Í þeim til­gangi að knýja fram póli­tíska umræðu um þessi efni hyggst Viðreisn óska eft­ir skýrslu for­sæt­is­ráðherra þar sem gerð yrði grein fyr­ir lík­legri þróun vaxta og geng­isáhættu í ljósi þeirra gíf­ur­legu lána, sem rík­is­sjóður þarf að taka. Jafn­framt er nauðsyn­legt að bera niður­stöðuna sam­an við þá mögu­leika sem evr­an myndi skapa.

Verðbólg­an og kúvend­ing rík­is­stjórn­ar­inn­ar eru viðvör­un og hættu­merki. Eins og í um­ferðinni verðum við að líta til beggja átta og meta aðstæður. Hitt er síðan óá­byrgt að loka aug­un­um þegar hættu­merk­in birt­ast.“

Þú gætir haft áhuga á þessum

Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: