Fréttir

Skuldaleiðréttingarnar munu njóta algjörs forgangs í ríkisfjármálum

By Miðjan

May 06, 2014

„Það mun njóta algjörs forgangs í ríkisfjármálum á næstu árum að standa við þau fyrirheit sem þessi ríkisstjórn hefur gefið,“ sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra á Alþingi í dag, þegar hann svaraði Guðmundi Steingrímssyni, formanni Bjartrar framtíðar.

Guðmundur sagði, meðal annars, þetta:

„Mig langar að spyrja hæstvirtna forsætisráðherra sams konar spurningar og ég hef spurt hæstvirtan fjármálaráðherra; er það svo að í allri þessari óvissu og ólgu í ríkisfjármálum muni þessi útgjaldaliður njóta algers forgangs, sem eru skuldaleiðréttingarnar á næstu fjórum árum?“