Sigurjón Þórðarson skrifaði:
Við sem búum utan höfuðborgarsvæðisins búum í sumu við hærra vöruverð. Framleiðslufyrirtæki fjarri höfuðborginni glíma jafnframt við háan kostnað við að flytja vörur á markað og dreifa þeim. Hið opinbera hefur því komið á kerfi til jafna flutningskostnað og hefur verið þokkaleg sátt um það í ljósi byggðasjónarmiða. Í mjög góðri og upplýsandi greinargerð Byggðastofnunar er að finna hverjir hljóta hæstu flutningsstyrkina og trónir þar auðvitað Samherji á toppnum með 21,4 milljónir króna vegna flutningskostnaðar á árinu 2022. Útdeiling á þessum flutningsstyrkjum og reyndar fleirum stuðningi hins obinbera á borð byggðakvótum, benda miklu frekar til þess að ráðuneytin séu þjónustustofur fyrir örfá stórfyrirtæki, í stað þess að horfa til þeirra markmiða laga, sem er í þessu tilfelli atvinnuuppbyggingu á landsbyggðinni.