- Advertisement -

Skrúfað fyrir ferðamannastrauminn

Það reyndist ekki flókið að koma í veg fyrir að ferðamenn kæmu á systa hluta Vestfjarða. Ferjan Baldur, sem er nánast þeirra þjóðvegur, var tekin af íbúunum. Samgöngukerfið var tekið úr sambandi. Og enginn ferðamaður kom. Sök fólksins sem þar býr og starfar á sterku gengi krónunnar er engin.

Fjármálaráðherrann gengur nánast einn með þá hugmynd, til að draga úr afli krónunnar, að hækka virðisaukaskattinn. Gera Ísland svo dýrt að hingað komi sem fæstir, og engir óbrjálaðir.

Um er að gera að benda ráðherranum á Baldurstaktíkina. Stöðva bara samgöngur. Búið er að prófa það fyrir vestan. Með einstökum árangri. Reyndar láðist þeim sem ráða að láta heimafólkið vita að það yrði án samgangna í drjúgan tíma. Vonir og væntingar heimafólskins gengu því ekki eftir. Skaði varð af því.

Eins má benda ráðherranum á að aðrar þjóðir, flestar hið minnsta, loka flugvöllum sínum yfir blánóttina. En ekki við. Túristi.is hefur upplýst að fimmtán prósent þeirra flugvéla sem hingað koma og héðan fara, athafna sig um hánótt. Ef sama væri gert hér og hjá öðrum þjóðum yrði það mýkri aðferð en felst í Baldurstaktíkinni.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Þá kannski veikist krónan.

Sigurjón M. Egilsson.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: