- Advertisement -

Skrípaleikur ríkisstjórnar Katrínar

Ole Anton Bieltvedt:

„Kannski til að gera for­manni Sjálf­stæðis­flokks­ins kleift að skipa ólög­lærðan mann í það ráðherra­embætti. Skrípaleik­ur.“

Ole Anton Bieltvedt skrifar grein í Moggann þar sem hann ber saman nýrra ríkisstjórnar í Þýskalandi og hér á Íslandi.

„Ef stjórn­arsátt­mál­ar þess­ara rík­is­stjórna eru svo skoðaðir, án til­lits til ESB og evru, sem eru stærstu framtíðar­mál Íslend­inga, finnst mér sam­an­b­urður­inn okk­ur held­ur ekki hag­stæður. Þýski stjórn­arsátt­mál­inn er fyr­ir mér skap­andi, skýr og skarp­ur, og mun hann ekki aðeins tryggja fram­far­ir og betra mann­líf í Þýskalandi, held­ur hafa góð áhrif um alla Evr­ópu. Því miður get ég ekki sagt það sama um þann ís­lenska. Hér virðist mest vera um gam­alt og mis­gott vín á nýj­um belgj­um að ræða. Hvar er neisti góðra breyt­inga og fram­fara? Nýrr­ar sýn­ar og takta? Hvar eru lausn­ir sem löngu var lofað? Þetta virðist mest göm­ul og slit­in plata. Hvaða snill­ingi datt eig­in­lega í hug að búa til ferðamála-, viðskipta- og menn­ing­ar­málaráðuneyti? Hvar falla menn­ing­ar­mál inn í ferða- og viðskipta­mál? Hjákát­legt,“ skrifar Ole Anton og svo þetta:

„Og nafn­inu á dóms­málaráðuneyt­inu var breytt án neinna sýni­legra verk­efna­breyt­inga. Kannski til að gera for­manni Sjálf­stæðis­flokks­ins kleift að skipa ólög­lærðan mann í það ráðherra­embætti. Skrípaleik­ur.“

Grein Ole Antons er mun lengri.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: