Ole Anton Bieltvedt:
„Kannski til að gera formanni Sjálfstæðisflokksins kleift að skipa ólöglærðan mann í það ráðherraembætti. Skrípaleikur.“
Ole Anton Bieltvedt skrifar grein í Moggann þar sem hann ber saman nýrra ríkisstjórnar í Þýskalandi og hér á Íslandi.
„Ef stjórnarsáttmálar þessara ríkisstjórna eru svo skoðaðir, án tillits til ESB og evru, sem eru stærstu framtíðarmál Íslendinga, finnst mér samanburðurinn okkur heldur ekki hagstæður. Þýski stjórnarsáttmálinn er fyrir mér skapandi, skýr og skarpur, og mun hann ekki aðeins tryggja framfarir og betra mannlíf í Þýskalandi, heldur hafa góð áhrif um alla Evrópu. Því miður get ég ekki sagt það sama um þann íslenska. Hér virðist mest vera um gamalt og misgott vín á nýjum belgjum að ræða. Hvar er neisti góðra breytinga og framfara? Nýrrar sýnar og takta? Hvar eru lausnir sem löngu var lofað? Þetta virðist mest gömul og slitin plata. Hvaða snillingi datt eiginlega í hug að búa til ferðamála-, viðskipta- og menningarmálaráðuneyti? Hvar falla menningarmál inn í ferða- og viðskiptamál? Hjákátlegt,“ skrifar Ole Anton og svo þetta:
„Og nafninu á dómsmálaráðuneytinu var breytt án neinna sýnilegra verkefnabreytinga. Kannski til að gera formanni Sjálfstæðisflokksins kleift að skipa ólöglærðan mann í það ráðherraembætti. Skrípaleikur.“
Grein Ole Antons er mun lengri.