- Advertisement -

Skreytiákvæði í stjórnarskrá formanna einhverra stjórnmálaflokka

Gunnar Smári skrifar:

Gunnar Smári.

Þetta er heldur ekki í frumvarpi stjórnlagaráðs sem þjóðin ákvað fyrir mörgum árum að yrði lagt til grundvallar nýrri stjórnarskrá. Væri ekki ráð að fara fyrst eftir tilmælum þjóðarinnar, áður en formenn einhverra stjórnmálaflokka fara að semja svona skreytiákvæði inn í eigin stjórnarskrá.
Þar fyrir utan, væri ekki nær að vernda rétt þeirra sem búa hér og geta illa bjargað sér á íslensku?

Er það gert til að jaðarsetja innflytjendur í stjórnarskrá?

Hér búa t.d. næstum 20 þúsund manns sem hafa pólsku að móðurmáli. Þetta er 5,4% íbúanna, mun stærri hluti en t.d. Samar í Noregi, sambærilegt hlutfall og sænskumælandi í Finnlandi (5,2%) og aðeins lægra en hlutfall þeirra sem tala ítölsku í Sviss (8,2%) – svo dæmi séu tekin að málhópum sem njóta viðurkenningar og verndar í öðrum löndum. Og auðvitað miklu fleiri en tala táknmál, sem er eina tungumálið sem er nefnt utan íslenskunnar í ákvæði formannanna.
Það má spyrja sig hvað formönnunum gengur til með að setja fram þetta ákvæði. Er það gert til að jaðarsetja innflytjendur í stjórnarskrá, höggva í stein að þau geti ekki gert kröfu um aðgengi að stofnunum samfélagsins á tungumáli sem þau skilja til fullnustu?


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: