- Advertisement -

Skorður settar á frelsi þingmanna þegar útgerðin mætti á fund fjárlaganefndar

En það er samt áberandi að þegar þeir koma sem tilheyra aðlinum og stóru hagsmunaaðilunum þá er jafnvel reynt að halda mönnum innan við einhverjar skorður.

Sigurjón Þórðarson.

Sigurjón Þórðarson, varaþingmaður í Flokki fólksins, var á þingi síðustu vikurnar fyrir sumarhlé þingsins. Hann leysti Eyjólf Ármannsson af. Sigurjón sat í fjárlaganefnd. Sigurjón hafði eitt og annað að segja um nefndarsetuna.

„Það var umhugsunarefni að starfa í þessari ágætu fjárlaganefnd þann stutta tíma sem ég fékk að sitja þar inni nú á vordögum. Ég vil þakka verkstjórn formannsins, hún var í sjálfu sér góð hvað varðar störfin, og starfsmennirnir skiluðu góðu verki.

En það er samt áberandi að þegar þeir koma sem tilheyra aðlinum og stóru hagsmunaaðilunum þá er jafnvel reynt að halda mönnum innan við einhverjar skorður. Það kom mér verulega á óvart að það var jafnvel reynt að ala mig upp, að spyrja ekki ákveðinna spurninga þegar komið var að Samtökum fyrirtækja í sjávarútvegi. Það kom mér á óvart að það þyrfti að setja einhverja grindur utan um þær spurningar sem þingmenn spyrja á nefndarfundum.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Það er eins og þessi hópur sé í svo mikilli bómull…

Það er eins og þessi hópur sé í svo mikilli bómull að það sé varla hægt að sækja þangað eina krónu eða láta hann fara að sömu reglum og aðra í samfélaginu. Það virðist eiga að vera einhver alveg sérstök gæska við þennan hóp og jafnvel að það þurfi að fara sérstaklega varlega þegar fulltrúar hans eru spurðir spurninga í nefndaherbergjunum,“ sagði Sigurjón í ræðustól Alþingis.

Sigurjón kom inn á deilu þeirra útgerða sem sættust ekki að á að smábátar fengju agnarögn af makrílkvótanum.

„Nú eru aðalsprauturnar í stórútgerðinni að sækja heilan milljarð í sameiginlega sjóði í gegnum dómskerfið vegna mögulegrar handvammar við að setja reglur varðandi úthlutun á makrílkvóta.

Ég furða mig á því að þjóðkjörnir þingmenn skuli ekki taka þá umræðu í kjölfar þess að reyna að ná þessum fjármunum til baka. Ég er ekki að tala um skattlagningu heldur að koma þessum veiðiheimildum á makríl að einhverju leyti á uppboð. Þó að það væri ekki til annars en að ná upp í þá milljarða sem stefnir í að streymi út úr ríkissjóði. Nei, það er ekki verið að því. Það virðist frekar verið að slá því á frest enn lengur að koma til móts við litla öryrkjann. Það er alla vega sú mynd sem blasir hér við,“ sagði Sigurjón Þórðarson á Alþingi.

Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, Vinstri grænum, er formaður fjárlaganefndar.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: