- Advertisement -

Skora á yfirvöld að beita refsiákvæðum

Þing Neytendasamtakanna var haldið sl. laugardag og  samþykkti þingið ályktun vegna samkeppnislagabrota MS. Skora NS þar á samkeppnisyfirvöld að beita refsiákvæðum samkeppnislaga gagnvart einstaklingum í auknum mæli frekar en að fella háar sektir á brotleg fyrirtæki. Segir á vef Neytendasamtakanna að með þessari áherslubreytingu yrði fælingarmáttur samkeppnislaga miklu meiri. Með því að beita háum sektum á fyrirtæki sem brjóta samkeppnislög og eru í einokunaraðstöðu sé aðeins verið að velta sektunum beint út í verðlagið. Neytendasamtökin fordæmi þá stefnu stjórnvalda að koma í veg fyrir samkeppni á búvörumarkaði og stjórnvöld ættu frekar að stuðla að heilbrigðri samkeppni en að hindra eðlilega virkni markaðarins. Þess vegna krefjast Neytendasamtökin að Alþingi afnemi allar undanþágur sem mjólkuriðnaðurinn býr við gagnvart samkeppnislögum.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: