- Advertisement -

„SKÖPUM OG FÖGNUM VELGENGNI“

Margt gerist nú í íslenskum fjármálaheimi, sem minnir ónotalega á árin fyrir hrun, þegar Ísland átti að verða fjármálamiðstöð hins vestræna heims.

Árni Gunnarsson skrifar:


Þetta er nafnið á CD diski, sem Glitnir sendi fjölda Íslendinga skömmu fyrir fall bankans. Eintak fann ég í gömlu dóti. – Á baki plötuumslagsins segir: „Íslandsbanki og dótturfyrirtæki hans hérlendis og erlendis, hafa sameinast undir nýju nafni – Glitnir. –

Helsta ástæðan fyrir þessari breytingu eru stóraukin umsvif bankans á erlendri grund. Nýja nafni er mun auðveldara í notkun í alþjóðlegu samhengi, stutt og laggott og ekki spillir traustur norrænn uppruni þess. – Verkefni Glitnis er einfalt: Að stuðla að fjárhagslegri velgengni viðskiptavina sinna. Allt okkar starf miðar að því. –

Þú gætir haft áhuga á þessum

Nýja nafnið mun hjálpa okkur til að nýta enn betur þau tækifæri sem gefast um allan heim, sem við erum fullviss um að muni skila viðskiptavinum Glitnis og landsmönnum öllum drjúgum ávinningi og aukinni velgengni í framtíðinni.“


Þetta er nafnið á CD diski, sem Glitnir sendi fjölda Íslendinga skömmu fyrir fall bankans. Eintak fann ég í gömlu dóti. –

Á baki plötuumslagsins segir: „Íslandsbanki og dótturfyrirtæki hans hérlendis og erlendis, hafa sameinast undir nýju nafni – Glitnir. – Helsta ástæðan fyrir þessari breytingu eru stóraukin umsvif bankans á erlendri grund. Nýja nafni er mun auðveldara í notkun í alþjóðlegu samhengi, stutt og laggott og ekki spillir traustur norrænn uppruni þess. – Verkefni Glitnis er einfalt: Að stuðla að fjárhagslegri velgengni viðskiptavina sinna. Allt okkar starf miðar að því. –

Nýja nafnið mun hjálpa okkur til að nýta enn betur þau tækifæri sem gefast um allan heim, sem við erum fullviss um að muni skila viðskiptavinum Glitnis og landsmönnum öllum drjúgum ávinningi og aukinni velgengni í framtíðinni.“

Undir þennan texta ritar Bjarni Ármannsson, forstjóri Glitnis. – Þarna var farið með himinskautum, enda félagið með rekstur á Norðurlöndum, Bretlandi, Luxemborg, Kína og Bandaríkjunum. Um þetta leyti voru starfsmenn félagsins 1980. Flestir vita hvernig þessi himnaför fór. 29. sept. 2008 keypti íslenska ríkið 75% í bankanum. –

Ég hef stundum velt því fyrir mér hvað varð um alla þá milljarða króna, sem veltust um í því „uppgjöri“, sem fram fór við fall Glitnis. Liggur eitthvað af þeim fjármunum í skattaskjólum eða fjárfestingum heima og erlendis. Og eru öll kurl komin til grafar. Margt gerist nú í íslenskum fjármálaheimi, sem minnir ónotalega á árin fyrir hrun, þegar Ísland átti að verða fjármálamiðstöð hins vestræna heims.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: