- Advertisement -

Skólastjórar semja um kaup og kjör

Vinnumarkaður Skólastjórafélag Íslands og Samband íslenskra sveitarfélaga skrifuðu undir kjarasamning í húsakynnum Ríkissáttasemjara um klukkan hálf ellefu í morgun.

Kjarasamningurinn gildir til eins árs en jafnhliða honum var skrifað undir viðræðuáætlun og tímasetta aðgerðaáætlun þar sem farið verður í vinnu við nýtt launamyndunarkerfi skólastjórnenda.

Kynning á kjarasamningnum verður sett á heimasíðu KÍ á morgun og efnt verður kynningarfunda á miðvikudag og fimmtudag eftir því sem því verður við komið.

Rafrænt kosning félagsmanna í SÍ um nýja kjarasamninginn fer fram dagana 12. til 19. júní.

 

Þú gætir haft áhuga á þessum

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: