- Advertisement -

Skóladagvistun hækkar í verði

Samfélag Verðlagseftirlit ASÍ kannaði breytingar á gjaldskrám fyrir skóladagvistun ásamt hressingu og hádegismat, fyrir yngstu nemendur grunnskólanna, hjá 15 fjölmennustu sveitarfélögum landsins. Þriggja tíma dagleg vistun eftir skóla ásamt síðdegishressingu og hádegismat í 21 dag er dýrust á 35.745 kr. hjá Garðabæ og ódýrust á 22.953 kr. hjá Sveitarfélaginu Skagafirði.

Ekki er tekið tillit til seðilgjalda eða annarra innheimtugjalda, sem leggjast ofan á gjöldin sem innheimt eru jafnvel í tvennu lagi. Einnig er oft í boði ávaxtastund og mjólkuráskrift á skólatíma sem er heldur ekki tekin með í samanburðinum.

Hvað kostar hádegismaturinn?

Þrettán sveitarfélög af þeim fimmtán sem skoðuð voru hafa hækkað gjaldskrána fyrir hádegismat milli ára. Tekið er mið af mánaðaráskrift í samanburðinum. Mesta hækkunin er 9% hjá Garðabæ og Sveitarfélaginu Skagafirði. Gjaldið hækkar úr 428 kr. í 465 kr. hjá Garðabæ og úr 359 kr. í 391 kr. hjá Sveitarfélaginu Skagafirði. Hækkunin er 7% hjá Ísafjarðabæ og 6% hjá Vestmannaeyjum og Fljótdalshéraði en um 2-5% hjá hinum. Hjá Hafnarfjarðarkaupstað og Reykjanesbæ er engin hækkun á milli ára. Mjög misjafnt er hvað foreldrar þurfa að greiða fyrir hádegismatinn, munurinn er allt að 43% á milli sveitarfélaganna. Dýrasta gjaldið er hjá Ísafjarðarbæ þar kostar máltíðin 480 kr. en ódýrasta gjaldið er 335 kr. hjá Akraneskaupstað sem er 145 kr. verðmunur.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: