Greinar

Skólabókardæmi um fílupúkaframboð

By Miðjan

February 28, 2021

Atli Þór Fanndal:

Ég skil hreinlega ekki þetta framboð Helgu Guðrúnar Jónasdóttur? Henni finnst Ragnar alltof pólitískur en vill samt alltaf meiri pólitík. Hún er ósátt við að hann hafi kallað eftir ábyrgð stjórnarmanna í lífeyrissjóðnum. Vill sjá meiri markaðsnálgun á launin en samt má ekki gera neitt til að styrkja stöðu launþega. Það má ekki sinna láglaunafólki og millitekjufólki en samt á að gera meira þar. Það er ekki óánægja með hans störf en samt er hún hundfúl með hans störf. Þetta framboð er bara eitthvað félagslegt. Meiri samstaða en samt er samstaða stéttarfélaga undanfarið (sem er mjög mikil þegar á reynir) ekki góð. Þetta er bara einhver samansúrruð steypa þetta framboð. Skólabókardæmi um fílupúkaframboð en auðvitað vegna þess að Helga Guðrún segir ekkert en ýjar að öllu þá finnst fínu pjöttuðu fólki þetta boðlegt. Ef talað væri skýrt og staðið með skoðunum sínum væri hún auðvitað alveg bölvaður ruddi. Ótrúlegt að manni sé boðið upp á svona innihaldslaust blaður endurtekið.