- Advertisement -

Skoðanakönnun MMR: Sósíalistar með þrjá þingmenn

Gunnar Smári skrifar:

Samkvæmt skoðanakönnun MMR, sem gerð var dagana 6. til 10. febrúar félli Flokkur fólksins af þingi en Sósíalistaflokkurinn fengi þrjá þingmenn. Ríkisstjórnarflokkarnir tapa 8 þingmönnum: Framsókn fjórum og VG fjórum en Sjálfstæðisflokkurinn heldur sínum. Fyrir utan sósíalista myndi Samfylkingin og Viðreisn bæta við sig sitthvorum þremur, Miðflokkur tveimur (engum ef við teljum flóttamennina frá Flokki fólksins með) og Píratar einum.Ef niðurstöður MMR yrðu niðurstaða kosninga yrði þingheimur svona (innan sviga er breyting frá núverandi stöðu):

  • Sjálfstæðisflokkur: 16 þingmenn (+/–0)
  • Samfylkingin: 10 þingmenn (+3)
  • Miðflokkurinn: 9 þingmenn (+/–0)
  • Viðreisn: 7 þingmenn (+3)
  • Píratar: 7 þingmenn (+1)
  • VG: 7 þingmenn (–4)
  • Framsókn: 4 þingmenn (–4)
  • Sósíalistar: 3 þingmenn (+3)
  • Flokkur fólksins: 0 þingmenn (–2)

Staða Sósíalistaflokksins er einstök. Það hefur ekki gerst áður að grasrótarsamtök, sem ekki eiga þingmann fyrir eða eru ekki mynduð af klofningi þingflokka, mælist oft með mann inn á þingi á miðju kjörtímabili, langt frá venjulegri kosningabaráttu. Sósíalistar mælast nú með meira fylgi en þeir hafa áður mælst með hjá MMR.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: