- Advertisement -

Skoðanakönnun MMR: Sósíalistaflokkurinn mælist á þingi

Þá fékk Sósíalistaflokkurinn meira fylgi þar en Miðflokkur, VG, Flokkur fólksins og Framsókn.

Gunnar Smári skrifar:

Samkvæmt þessari könnun er ríkisstjórnin kolfallin. Þessi niðurstaða myndi leiða til þess að ríkisstjórnarflokkarnir myndi missa tíu þingmenn, VG missir fjóra, Sjálfstæðisflokkurinn þrjá og Framsókn þrjá. Rúmur fjórðungur þeirra kjósenda sem kusu þessa flokka fyrir rúmum tveimur árum er horfinn á braut. Nú segjast tæp 39% af þeim sem tóku afstöðu treysta sér til að kjósa þessa flokka, aðeins 30% af öllum sem voru spurð.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Samanlagt fylgi hinna svokölluðu frjálslyndu miðju, Samfylkingar, Pírata og Viðreisnar, hefur aukist úr 28% í 36,5% fá kosningum. Samanlagt hafa þessir flokkar 17 þingmenn en myndu fá 25 ef þetta yrðu úrslit kosninga. Samfylkingin og Viðreisn myndu fá þrjá nýja þingmenn hvort og Píratar tvo.

Samanlagt fylgi Miðflokksins og Flokks fólksins var tæp 18% í kosningunum en mælist nú rúm 18%. Í kosningunum fékk Miðflokkurinn sjö þingmenn og Flokkur fólksins fjóra. Síðan færðu tveir þingmenn Flokks fólksins sig yfir og þá var Flokkur fólksins með tvo en Miðflokkurinn níu. Ef kosið væri nú og úrslitin yrði í takt við þessa könnun fengi Flokkur fólksins engan þingmenn en Miðflokkurinn níu. Samanlagt missa þeir því einn þingmann.

Samkvæmt þessari könnun fengi Sósíalistaflokkur Íslands þrjá þingmenn. Ef við skoðum fylgisbreytingar frá kosningum þá eru þær þessar samkvæmt könnuninni:

  • Sósíalistaflokkurinn: +5,2 prósentur
  • Viðreisn: +3,8 prósentur
  • Miðflokkurinn: +3,4 prósentur
  • Píratar: +2,6 prósentur
  • Samfylkingin: +2,3 prósentur
  • Framsókn: –2,4 prósentur
  • Flokkur fólksins: –2,9 prósentur
  • Sjálfstæðisflokkurinn: –5,3 prósentur
  • VG: –6,6 prósentur

Varðandi stöðu Sósíalistaflokksins er gott að hafa í huga að það hefur ekki gerst áður á miðju kjörtímabili, þ.e. utan formlegrar kosningabaráttu, að nýr flokkur, sem ekki er klofningur þingmanna úr öðrum flokki, mælist í könnunum með nægan styrk til að ná inn þingmönnum. Einnig að Sósíalistaflokkurinn fékk 6,4% í borgarstjórnarkosningunum 2018 eftir að hafa ekki mælst með neitt fylgi tveimur mánuðum fyrir kosningar. Það er því mikið afl í kosningavél flokksins. Og út því að minnst r á borgina; þá fékk Sósíalistaflokkurinn meira fylgi þar en Miðflokkur, VG, Flokkur fólksins og Framsókn.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: