Kristrún Frostadóttir var kjörin fyrst á Alþingi 2021. Hún varð formaður Samfylkingarinnar 2022 og forsætisráðherra 2024. Kristrún er yngst allra til að verða forsætisráðherra. Hún er þriðja konan til að verða forsætisráðherra. Jóhanna Sigurðardóttir og Katrín Jakobsdóttir eru hinar tvær.
Þessi skjóti frami Kristrúnar er einstakur. Samfylkingin hafði átt í basli frá árinu 2013. Nú er hún stærst flokkanna. Viðsnúningurinn er mikill og eftirtektarverður. Engum dylst að þar er framlag Kristrúnar mest og eftirtektarverðast.
Konurnar þrjár eru ótvíræðir foringjar sinna flokka. Sama verður ekki sagt um ráðherrann fyrrverandi, Bjarna Ben og Sigurð Inga. Ólíklegt er að Bjarni verði formaður síns flokks eftir landsfundinn sem verður snemma á næsta ári. Sigurður Ingi hefur trúlega misst traust víða í Framsókn. Hann á það sammerkt með Bjarna að flokkar þeirra hafa aldrei fengið minna fylgi en í kosningunum 30. nóvember sl.
Það er ekki nóg að fagna sigri. Kristrúnar bíður ærið verkefni. Framundan er vandasigling milli margra blindskerja. Þar tekur hún við þjóðarskútunni. Þannig er viðskilnaður þeirra félaga Bjarna og Sigurðar Inga.