Sigmar Guðmundsson, þingmaður Viðreisnar, skrifar stutta en góða grein um flótta ráðafólks undan ábyrgðinni á þeirri ömurlegu stöðu sem er í efnahagsmálunum.
„Þetta er alltaf viðkvæðið hjá ríkisstjórn og Seðlabanka. Bankarnir eiga að aðstoða fólk við að breyta lánum. Fara úr óverðtryggðu í verðtryggt eða einhverjar aðrar hundakúnstir. Sem er auðvitað smá plástur á svöðusár. Greiðslubyrði batnar vissulega en skuldastaða versnar og vandanum er frestað.
Fyrir nú utan að hér er sá sem ber að hluta til ábyrgð á vandanum að óska eftir því að aðrir leysi hann. Ábyrgðarflótti, enn og aftur, því ekki var minnst einu orði á lausnir eða leiðir til að koma í veg fyrir að heimili og fyrirtæki lendi í þessu með reglulegu millibili. Því er spáð að stýrivextir verði í sex prósent við lok árs 2025. Það þýðir að okurvaxtatímabilið er hvergi nærri búið,“ skrifaði Sigmar á Facebook.