Davíð Oddsson segir ríkisstjórnina, undir leiðsögn Bjarna Benediktssonar, hafa gefið vogunarsjóðum Arionbanka.
Davíð Oddsson, ritstjóri Morgunblaðsins og fyrrverandi formaður Sjálfstæðisflokksins lýkur leiðara dagsins með föstu höggi á Bjarna Benediktsson formann flokksins og fjármálaráðherra.
Sem kunnugt er fékk Bjarni samþykki samráðherra sinna til að selja vogunarjóðum hlut ríkisins í Arionbanka. Miðflokkur Sigmundar Davíðs hefur hvergi sparað sig í gagnrýninni á söluna. Sigmundur Davíð hefur kallað söluna gjöf. Nú hefur Davíð gengið í lið með Miðflokknum og formanni hans, hvað þetta mál varðar.
Leiðari Morgunblaðsins endar svona: „…meðan þetta fór fram í þinginu var settur punktur aftan við lokakaflann við að gefa vogunarmönnum og kröfuhöfum Arionbanka. Um það urðu litlar umræður á þingi enda var sárlítill akstur í kringum það mál, því íslensk yfirvöld fóru, því miður, út af strax í upphafi þess.“
-sme