- Advertisement -

Skítt með þetta allt saman!

Samtals eru þetta 26 íbúðir sem keyptar voru á 772 milljónir og er fasteignamatið samtals 1.120 milljónir.

Ragnar Þór Ingólfsson skrifar:

 Að gera hvað sem er fyrir skjótfenginn gróða!

Mikið hefur verið rætt um sölu Heimavalla á íbúðum, sem félagið fékk á vildarkjörum, á Akranesi.

Þú gætir haft áhuga á þessum
Hvað segja eigendur Heimavalla við þessu?

Heimavellir seldu 18 íbúðir að Holtsflöt 4 á 582 milljónir en fasteignamatið fyrir árið 2020 er rétt tæpar 860 milljónir. Heimavellir seldu einnig 8 íbúðir á Eyrarflöt 2 til sömu aðila á 190 milljónir en fasteignamat fyrir árið 2020 nemur 260 milljónum.

Samtals eru þetta 26 íbúðir sem keyptar voru á 772 milljónir og er fasteignamatið samtals 1.120 milljónir.

Eftir samtöl við nokkra fasteignasala, afrit af kaupsamningum og verðlagningu íbúða á Akranesi, á fasteignir.is, er ljóst að vonin um skjótfenginn gróða var ekki gripin úr lausu lofti og mætti ætla að kaupendur íbúðanna geri ráð fyrir því að slíta út allt að 350 milljónir á þessum snúningi, jafnvel meira.

Hvað segja eigendur Heimavalla við þessu?

Tvö félög eru skráð fyrir kaupunum. BJB ehf. og Benson ehf. En bæði þessi félög eru skráð á Björn Jakob Björnsson lögmann.

En til þess að Björn Jakob Björnsson og hans félög geti slitið út allt að 350 milljónir á þessum „snúningi“ þarf að gera nokkuð sem vekur upp siðferðislegar spurningar.

Svo vel vildi til að flestir leigusamningarnir sem Heimavellir gerðu við leigjendur íbúðanna voru komnir á tíma og gat kaupandinn þá sagt þeim upp með skammarlega litlum fyrirvara.

Díllinn gengur semsagt út á það að henda út öllum leigjendum eins fljótt og mögulegt er, setja íbúðirnar í sölu á almennum markaði og fá sem mest fyrir þær á sem skemmstum tíma.

Í þessum íbúðum búa 26 fjölskyldur og mætti ætla að þetta mál hafi bein áhrif á allt að 100 einstaklinga.

Skítt með fólkið!

Skítt með barnafjölskyldurnar og einstæðu mæðurnar á Holtsflöt 4 eða Eyrarflöt 2, sem munu enda á götunni!

Skítt með það þó þau þurfi að flytja í annað bæjarfélag!

Skítt með það þó krakkarnir og foreldrarnir þurfi að rífa sig upp með rótum frá vinum og samfélagi!

Skítt með þetta allt saman!

Því það eina sem skiptir máli er að Björn Jakob Björnsson og félögin BJB ehf. og Benson ehf. geti tekið snúninginn sinn og grætt peninga.

Sama hvað það kostar!

Það er von að maður spyrji hvort löggjafinn þurfi ekki að tryggja að svona lagað geti ekki endurtekið sig því græðgin og siðleysið á sér engin mörk í íslensku samfélagi.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: