Vilhjálmur Bjarnason gefur kost á framboðslista Sjálfsstæðisflokksins í Kraganum. Hann skrifar grein sem Mogginn birti í dag. Að venju er gaman að lesa greinarnar hans. Hér á eftir er stuttur og góður kafli úr greininni.
„Ritari hefur kynnt sér íslensk stjórnmál frá aldamótunum 1900. Það sem sett hefur mark sitt á alla stjórnmálaumræðu á þessum tíma eru atriði sem ekki skipta máli.
Eitt dæmi sem ritari vill nefna er athugun sem Halldór Blöndal samgönguráðherra lét gera á rekstri Skipaútgerðar ríkisins. Björgúlfur Jóhannsson endurskoðandi vann skýrsluna með fleirum. Niðurstaðan var sú að Skipaútgerðin hafði kostað ríkissjóð um þrjá milljarða að núvirði á þeim tíma sem athugunin náði yfir. Vinna við athugunina kostaði þrjár milljónir. Að vinnu lokinni var farið í Smiðjuna við Bautann á Akureyri. Efni skýrslunnar var kynnt ráðherra. Málsverðurinn kostaði kr. 13.000.“
Umfjöllunarefnið í deilum um skýrsluna var kr. 13.000! Hvort það hafi ekki verið ofrausn! Skítt með hítina sem Skipaútgerðin var!“