- Advertisement -

Skítaredding Bjarna Ben og Vinstri grænna meðan Framsókn steinþegir

Íhaldsöflin í ríkisstjórninni eru hins vegar sammála um að gera það ekki.

„Yfirvofandi er þrot ÍL-sjóðs vegna pólitískra mistaka. Eftir rúman áratug fer sjóðurinn í þrot, samkvæmt fjármálaráðherra. Ráðherra telur það raunhæfan valkost að setja sjóðinn í slit núna með lagasetningu og senda reikninginn strax til lífeyrisþega og sparifjáreigenda,“ skrifar Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Viðreisn í Fréttablaðið í dag, og um hugdettur Bjarna Benediktssonar um hvernig hann reynir að losa ríkissjóð undan ábyrgðum vegna ÍL-sjóðs. Aðferðir Bjarna er sérstakar. Og geta kostað sitt.

Fjármálaráðherrann matreiðir þá leið sem „ábyrga“ að lífeyrisþegar greiði kostnaðinn af pólitískum mistökum stjórnvalda. En telst það ábyrgt að ríkið færi reikninginn yfir á aðra? Felst mikil virðing fyrir eignarréttinum í að fara í sparnað lífeyrisþega og sparifjáreigenda til að rétta af bókhald ríkissjóðs? Og boða lagasetningu náist ekki samningar við lífeyrissjóði um þessa niðurstöðu?

„Ráðherra vinnumarkaðarins sagðist styðja formann Sjálfstæðisflokksins í þessari aðgerð. Það eru mikil tíðindi. Hann sagði aftur á mótið lítið um áhrif þess á komandi kjarasamninga. Afstaða Vinstri grænna virðist því vera að þau styðja það að fara svona í sparnað lífeyrisþega og sparifjáreigenda. Þögn frá forystumönnum Framsóknarflokksins um þetta stóra hagsmunamál almennings, er síðan að verða ærandi. Þeirra afstaða skiptir hins vegar miklu, enda héldu þeir á þessum málaflokki fyrir tæpum 20 árum síðan,“ skrifar Þorbjörg.

Þú gætir haft áhuga á þessum
Örlagavaldarnir Halldór og Davíð:
Það blasir við að pólitísk mistök fyrir tæplega 20 árum hafa leitt til mikils tjóns fyrir almenning á Íslandi. Álitaefnið núna er hins vegar hver og hvernig á að greiða fyrir þau dýrkeyptu mistök.

„Trúverðugleiki ríkisins er í húfi í þessu máli. Ríkið þarf að hafa trúverðugleika sem ábyrgur aðili við fjármálastjórn, en ekki síður sem lántakandi gagnvart fjármálamörkuðum. Og gagnvart almenningi,“ skrifar Þorbjörg.

„Það blasir við að pólitísk mistök fyrir tæplega 20 árum hafa leitt til mikils tjóns fyrir almenning á Íslandi. Álitaefnið núna er hins vegar hver og hvernig á að greiða fyrir þau dýrkeyptu mistök. Ríkið getur axlað byrðarnar með frekari sölu ríkiseigna, en ríkisstjórnin hefur engan trúverðugleika í þeim efnum. Ríkið getur axlað ábyrgð með lántökum, sem væri í sjálfu sér eðlilegt framhald á stefnu Sjálfstæðisflokksins um hallarekstur ríkissjóðs. Ríkið gæti líka axlað ábyrgð með því að dreifa byrðunum á þá sem eru vel færir um slíkt, t.d. með heilbrigðum greiðslum fyrir einkaafnot af sameiginlegum auðlindum. Íhaldsöflin í ríkisstjórninni eru hins vegar sammála um að gera það ekki.

Það er því af og frá að tala með þeim hætti að útfærslan skipti ekki máli. Það er einfaldlega afvegaleiðing ríkisstjórnarinnar á þeim kostum sem eru í stöðunni.“


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: