- Advertisement -

Skítamórallinn í Mogganum

Mogginn reynir að draga upp þá mynd að atvinnulaust fólk nenni ekki að vinna. Inn á er settur Þor­vald­ur Giss­ur­ar­son, for­stjóri ÞG Verks. Þar starfa, samkvæmt Mogganum, um 200 starfsmenn.

Sá segist hafa auglýst tuttugu störf. 49 sóttu um. Mogginn segir: „At­hygli vek­ur að aðeins tíu smiðir sóttu um störf, enda er mikið rætt um niður­sveiflu.“

Mogginn reiknar: „Sem áður seg­ir sóttu hins veg­ar aðeins 49 um störf hjá fé­lag­inu. Til að setja það í sam­hengi voru alls 17.104 ein­stak­ling­ar at­vinnu­laus­ir í al­menna bóta­kerf­inu í lok júlí, sam­kvæmt töl­um Vinnu­mála­stofn­un­ar, og 3.811 í skerta starfs­hlut­fall­inu, eða alls 21.435 manns. At­vinnu­leit­end­um hafði m.a. fjölgað í mann­virkja­gerð milli mánaða.“

Niðurstaða Moggans er augljós. Sautján þúsund manns nenna ekki að vinna. Kjósa frekar að vera a bótum. Þetta er ekki allt.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Þetta kom okk­ur á óvart.

„Þetta kom okk­ur á óvart. Við vor­um aðallega að leita að smiðum, eins og kom fram á sín­um tíma, en líka tækni­fólki og stjórn­end­um. Við feng­um 16 um­sókn­ir um verk­efna­stjórn­un en það bár­ust mjög fáar um­sókn­ir frá smiðum. Við urðum vör við áhuga á þess­um störf­um og fólk hafði greini­lega lesið frétt­ina um málið. Það voru góð viðbrögð meðal stjórn­enda en miklu minni meðal iðnaðarmanna en við reiknuðum með. Maður veit ekki hvernig maður á að lesa í það. Það er ef til vill vís­bend­ing um að það sé nóg að gera hjá iðnaðarmönn­um.“

Væri ég atvinnulaus kæmi mér aldrei til hugar að sækja um starf sem húsasmiður eða sem verkefnisstjóri bygginga hvað þá sem tæknimaður eða stjórnenda bygginga. Get ekki rekið nagla í vegg. Það eflaust við  um svo margt annað fólk. Meiri skíramórallinn í Mogganum. Nú sem svo oft áður.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: