Mogginn reynir að draga upp þá mynd að atvinnulaust fólk nenni ekki að vinna. Inn á er settur Þorvaldur Gissurarson, forstjóri ÞG Verks. Þar starfa, samkvæmt Mogganum, um 200 starfsmenn.
Sá segist hafa auglýst tuttugu störf. 49 sóttu um. Mogginn segir: „Athygli vekur að aðeins tíu smiðir sóttu um störf, enda er mikið rætt um niðursveiflu.“
Mogginn reiknar: „Sem áður segir sóttu hins vegar aðeins 49 um störf hjá félaginu. Til að setja það í samhengi voru alls 17.104 einstaklingar atvinnulausir í almenna bótakerfinu í lok júlí, samkvæmt tölum Vinnumálastofnunar, og 3.811 í skerta starfshlutfallinu, eða alls 21.435 manns. Atvinnuleitendum hafði m.a. fjölgað í mannvirkjagerð milli mánaða.“
Niðurstaða Moggans er augljós. Sautján þúsund manns nenna ekki að vinna. Kjósa frekar að vera a bótum. Þetta er ekki allt.
„Þetta kom okkur á óvart. Við vorum aðallega að leita að smiðum, eins og kom fram á sínum tíma, en líka tæknifólki og stjórnendum. Við fengum 16 umsóknir um verkefnastjórnun en það bárust mjög fáar umsóknir frá smiðum. Við urðum vör við áhuga á þessum störfum og fólk hafði greinilega lesið fréttina um málið. Það voru góð viðbrögð meðal stjórnenda en miklu minni meðal iðnaðarmanna en við reiknuðum með. Maður veit ekki hvernig maður á að lesa í það. Það er ef til vill vísbending um að það sé nóg að gera hjá iðnaðarmönnum.“
Væri ég atvinnulaus kæmi mér aldrei til hugar að sækja um starf sem húsasmiður eða sem verkefnisstjóri bygginga hvað þá sem tæknimaður eða stjórnenda bygginga. Get ekki rekið nagla í vegg. Það eflaust við um svo margt annað fólk. Meiri skíramórallinn í Mogganum. Nú sem svo oft áður.